Flokkur í álögum 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun