Bannað að setja takmarkanir 29. júní 2004 00:01 Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira