Kletturinn og ferðalag 1. júlí 2004 00:01 Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira