Formenn án framtíðar 6. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar