Stjórnin brýtur stjórnarskrána 12. júlí 2004 00:01 Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira