Skiptar skoðanir lögspekinga 13. október 2005 14:24 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira