Mótsagnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlamálið - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því á þingi 1995, að hann vildi setja lög til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum. Margir aðrir vinstri menn hafa látið í ljós svipaðar skoðanir. Nýlega synjaði Ólafur Ragnar lögum, sem hafa þennan tilgang, staðfestingar. Vinstri menn fagna. - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í kennslubók 1977, að synjunarvald forsetans væri dauður bókstafur. Hann kenndi það, og hið sama gerðu aðrir kennarar í stjórnmálafræði. Nú hefur Ólafur Ragnar notað þetta vald, og sumir kennarar í stjórnmálafræði virðast ekkert sjá athugavert við það. - Samfylkingarfólk hefur óspart vitnað til þeirra Ólafs Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar um það, að forseti hafi raunverulegt synjunarvald. Það hefur hins vegar lítt haldið á lofti þeirri skoðun Ólafs og Bjarna, að ólíklegt væri og óeðlilegt, að forseti beitti þessu valdi. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forsvarsmenn R-listans settu þá reglu í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið, að niðurstaðan yrði ekki bindandi, nema 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Sama fólk berst harðlega gegn hugmyndum um svipaða reglu í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta. - Samfylkingarfólk kvartar sárhneykslað undan því, að fjölmiðlalögin beinist gegn ákveðnu fyrirtæki og afgreiðslu þess hafi verið hraðað. Sama fólk beitti sér fyrir lögum gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í febrúar og fyrir því að afgreiða þau lög á tveimur sólarhringum. - Sigurður Líndal stakk upp á því, að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi og ný fjölmiðlalög samþykkt í haust. Nú segir hann, að ekki megi fella fjölmiðlalögin úr gildi og samþykkja ný fjölmiðlalög síðsumars. - Steingrímur J. Sigfússon sagði, að eðlilegt væri að binda útvarpsleyfi við fyrirtæki, sem ekki hefðu meira en 10% markaðshlutdeild annars staðar. Nú á að breyta fjölmiðlalögunum í þá veru. Hann berst áfram gegn þeim. Þessar mótsagnir veita vísbendingar um, að málstaðurinn sé ekki góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamálið - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því á þingi 1995, að hann vildi setja lög til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum. Margir aðrir vinstri menn hafa látið í ljós svipaðar skoðanir. Nýlega synjaði Ólafur Ragnar lögum, sem hafa þennan tilgang, staðfestingar. Vinstri menn fagna. - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í kennslubók 1977, að synjunarvald forsetans væri dauður bókstafur. Hann kenndi það, og hið sama gerðu aðrir kennarar í stjórnmálafræði. Nú hefur Ólafur Ragnar notað þetta vald, og sumir kennarar í stjórnmálafræði virðast ekkert sjá athugavert við það. - Samfylkingarfólk hefur óspart vitnað til þeirra Ólafs Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar um það, að forseti hafi raunverulegt synjunarvald. Það hefur hins vegar lítt haldið á lofti þeirri skoðun Ólafs og Bjarna, að ólíklegt væri og óeðlilegt, að forseti beitti þessu valdi. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forsvarsmenn R-listans settu þá reglu í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið, að niðurstaðan yrði ekki bindandi, nema 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Sama fólk berst harðlega gegn hugmyndum um svipaða reglu í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta. - Samfylkingarfólk kvartar sárhneykslað undan því, að fjölmiðlalögin beinist gegn ákveðnu fyrirtæki og afgreiðslu þess hafi verið hraðað. Sama fólk beitti sér fyrir lögum gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í febrúar og fyrir því að afgreiða þau lög á tveimur sólarhringum. - Sigurður Líndal stakk upp á því, að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi og ný fjölmiðlalög samþykkt í haust. Nú segir hann, að ekki megi fella fjölmiðlalögin úr gildi og samþykkja ný fjölmiðlalög síðsumars. - Steingrímur J. Sigfússon sagði, að eðlilegt væri að binda útvarpsleyfi við fyrirtæki, sem ekki hefðu meira en 10% markaðshlutdeild annars staðar. Nú á að breyta fjölmiðlalögunum í þá veru. Hann berst áfram gegn þeim. Þessar mótsagnir veita vísbendingar um, að málstaðurinn sé ekki góður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar