Ökuþór framtíðarinnar 16. júlí 2004 00:01 Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann. Bílar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann.
Bílar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira