Alþingi ræðir frumvarp um afnám 20. júlí 2004 00:01 Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira