Clinton fagnað gríðarlega 27. júlí 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira