Umræðustjórnmál 30. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar