Norskir og danskir dagar 11. ágúst 2004 00:01 Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is. Ferðalög Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is.
Ferðalög Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira