Eitt af bestu sjávarsíðuhótelunum 11. ágúst 2004 00:01 Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn. Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri á Hótel Búðum. "Það er auðvitað stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu í kjölfar þess að við fengum viðurkenningu í Comtes Traveller sem er eitt útbreiddasta ferðatímarit heims. Í aprílblaði þeirra vorum við á topp 100 listanum yfir bestu nýju hótelin í heiminum. Fyrir utan hvað þetta er frábær viðurkenning fyrir hótelið er þetta er auðvitað einnig mikill heiður fyrir alla ferðaþjónustu á svæðinu," segir hann. Á matseðli hótelsins eru sjávarréttir í sérstöku fyrirrúmi. " Við erum þekktir fyrir góða sjávarrétti og daglega fáum við ferskan fisk frá fiskmarkaðnum í Ólafsvík og erum við því með topp hráefni í höndunum. Hér er stórkostleg náttúra og umhverfi og hefur tekist vel upp með að endurbyggja hótelið eftir brunann. Það er líka gaman að segja frá því hve góða og skemmtilega stemningu hefur tekist að skapa í húsinu. Þetta getur ekki verið betra," segir Sigurður Skúli. Hin hótelin fjögur sem The Independent valdi, eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíka, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó. Ferðalög Snæfellsbær Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn. Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri á Hótel Búðum. "Það er auðvitað stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu í kjölfar þess að við fengum viðurkenningu í Comtes Traveller sem er eitt útbreiddasta ferðatímarit heims. Í aprílblaði þeirra vorum við á topp 100 listanum yfir bestu nýju hótelin í heiminum. Fyrir utan hvað þetta er frábær viðurkenning fyrir hótelið er þetta er auðvitað einnig mikill heiður fyrir alla ferðaþjónustu á svæðinu," segir hann. Á matseðli hótelsins eru sjávarréttir í sérstöku fyrirrúmi. " Við erum þekktir fyrir góða sjávarrétti og daglega fáum við ferskan fisk frá fiskmarkaðnum í Ólafsvík og erum við því með topp hráefni í höndunum. Hér er stórkostleg náttúra og umhverfi og hefur tekist vel upp með að endurbyggja hótelið eftir brunann. Það er líka gaman að segja frá því hve góða og skemmtilega stemningu hefur tekist að skapa í húsinu. Þetta getur ekki verið betra," segir Sigurður Skúli. Hin hótelin fjögur sem The Independent valdi, eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíka, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó.
Ferðalög Snæfellsbær Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira