Leiðsögn um landið dásamleg vinna 13. ágúst 2004 00:01 Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur er ein þeirra mörgu sem hafa haft leiðsögn að aukastarfi og er nýkomin úr gönguferð um Viðey þegar við hittum hana. Þar hafði hún verið að uppfræða hóp af Íslendingum og segir ekkert síður þörf á góðri leiðsögn fyrir Íslendinga en útlendinga. "Ég hef leiðsagt talsvert fyrir Ferðafélag Íslands og fyrir 20 árum vissu þeir sem voru í hópnum oft miklu meira en ég en á tímabili breyttist það. Nú hefur aftur komið vakning hjá Íslendingum í að vita meira um landið sitt. Hugsanlega í kjölfar virkjanamálsins. Kannski menn eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafi bara endurvakið áhuga fólks á Íslandi," segir hún brosandi. Hún kveðst taka eftir að Íslendingar séu farnir að ferðast mikið um eigið land. Tjaldstæðin séu full um helgar, fólk fjárfesti í bókum um land og þjóð en þiggi líka að fara í styttri ferðir um svæðin og þá gjarnan með leiðsögn. Því þurfi leiðsögumenn með þekkingu, menntun og reynslu að vera sem víðast. Ásta segir flesta leiðsögumenn fara út í starfið vegna áhuga á ferðalögum og einnig finni þeir gleði í því að uppfræða aðra um landsins gæði og sögu. "Í gegnum leiðsögnina er hægt að sameina hvorutveggja," bendir hún á og heldur áfram: "Algengt er að námsmenn í háskóla byrji í þessu fagi, enda er leiðsögumannsstarfið dásamleg sumarvinna. Þeir sem halda áfram eru í mörgum tilfellum kennarar en með lengingu ferðatímans hefur heilsársstörfum fjölgað í þessari grein. Flestir sem sinna þessu starfi fara í gegnum Leiðsögumannaskólann sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, undir ferðamálabrautinni. Ég tók hann fyrir 20 árum og þetta er skemmtilegt nám." Atvinna Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur er ein þeirra mörgu sem hafa haft leiðsögn að aukastarfi og er nýkomin úr gönguferð um Viðey þegar við hittum hana. Þar hafði hún verið að uppfræða hóp af Íslendingum og segir ekkert síður þörf á góðri leiðsögn fyrir Íslendinga en útlendinga. "Ég hef leiðsagt talsvert fyrir Ferðafélag Íslands og fyrir 20 árum vissu þeir sem voru í hópnum oft miklu meira en ég en á tímabili breyttist það. Nú hefur aftur komið vakning hjá Íslendingum í að vita meira um landið sitt. Hugsanlega í kjölfar virkjanamálsins. Kannski menn eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafi bara endurvakið áhuga fólks á Íslandi," segir hún brosandi. Hún kveðst taka eftir að Íslendingar séu farnir að ferðast mikið um eigið land. Tjaldstæðin séu full um helgar, fólk fjárfesti í bókum um land og þjóð en þiggi líka að fara í styttri ferðir um svæðin og þá gjarnan með leiðsögn. Því þurfi leiðsögumenn með þekkingu, menntun og reynslu að vera sem víðast. Ásta segir flesta leiðsögumenn fara út í starfið vegna áhuga á ferðalögum og einnig finni þeir gleði í því að uppfræða aðra um landsins gæði og sögu. "Í gegnum leiðsögnina er hægt að sameina hvorutveggja," bendir hún á og heldur áfram: "Algengt er að námsmenn í háskóla byrji í þessu fagi, enda er leiðsögumannsstarfið dásamleg sumarvinna. Þeir sem halda áfram eru í mörgum tilfellum kennarar en með lengingu ferðatímans hefur heilsársstörfum fjölgað í þessari grein. Flestir sem sinna þessu starfi fara í gegnum Leiðsögumannaskólann sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, undir ferðamálabrautinni. Ég tók hann fyrir 20 árum og þetta er skemmtilegt nám."
Atvinna Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira