Davíð verður utanríkisráðherra 14. ágúst 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Davíð Oddsson og Ástríður, eiginkona hans, tóku á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eiginkonu hans, Anitru Steen, síðdegis. Sænsku forsætisráðherrahjónum hafa verið í fríi á Íslandi frá síðustu helgi en héldu heim aftur í dag. Í tengslum við heimsókn þeirra ræddi Davíð við fréttamenn í fyrsta sinn eftir að hafa gengist undir aðgerðir vegna illkynja æxla í nýra og skjaldkirtli, auk þess sem gallblaðra hans var fjarlægð. Davíð sagði það gleðja sig mjög að fá sinn gamla og góða vin, Göran Persson, í heimsókn til að geta kvatt hann eftir vel heppnaða ferð til Íslands. Aðspurður hvernig honum liði sagði Davíð að honum liði vel. Hann væri allur að koma til og væri að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Hann sagði það hjálpa mikið til að hafa hjúkrunarkonu á heimilinu en Ástríður, kona Davíðs, er hjúkrunarfræðingur. Hún segist reyna að passa að Davíð fari ekki of geist, enda ekki vanþörf á að hennar sögn. Davíð kveðst vita að það taki tíma að ná heilsu og hann reyni því að vera þolinmóður. Aðspurður hvort hann hafi ákveðið hvað hann muni gera eftir 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra sagðist Davíð ekki hafa gert það. Hann hafi aðeins ákveðið að taka móti sínum gamla vini Persson og konu hans og hafa það huggulegt. Davíð sagðist ætla að taka sér tíma seinna í að hugsa um framtíðina. Davíð virðist hafa ákveðið framtíð sína á meðan hann drakk molakaffi í eldhúsinu með sænsku forsætisráðherrahjónunum. Fréttamenn ríkismiðlanna, sem mættu seinna, fengu nefnilega viðtal við hann eftir dvölina í eldhúsinu og virtist Davíð þá vera búinn að ákveða að taka við utanríkisráðuneytinu í haust. Aðspurður um hvað sé það helsta sem hann hafi lært af þessari reynslu segir Davíð að það sé hversu allt í heiminum sé hverfult; hversu auðvelt sé að kippa manni úr umferð þar sem hann er „einn daginn kallaður einn af þessum valdamönnum og næst verður þú að gera það sem hjúkrunarfræðingarnir segja þér - og eins gott að hlýða. Reyndar voru hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem sáu um mig yndislegir og því ekki hægt að kvarta þótt maður yrði að hlýða,“ segir forsætisráðherra. Davíð segist eiginlega stoltur af þeirri góðu þjónustu sem Landspítalinn veiti. Hann hafi verið meðhöndlaður af ákveðni, festu og mikilli velvild. Þetta gerðist allt snöggt að sögn Davíðs, hann hafi allt í einu verið kominn inn á spítalann og svo fóru að dynja á honum nýjar og nýjar fréttir. Hann segir starfsfólk Landspítalans hafa leyst allt vel úr hendi, útskýrt fyrir honum hver staðan væri hverju sinni og haft við hann samráð. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann óttast um líf sitt segir Davíð mikið hafa verið í húfi og að hann hafi vissulega litið þetta alvarlegum augum. Fimm læknar komu að skurðaðgerðunum fjórum sem gerðar voru á Davíð. Hann segir að fjögur mein hafi verið í líkama hans sem virtust ekkert eiga sameiginlegt, annað en það að vilja sækja hann heim um tíma. Á myndinni sitja Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, kona hans, ásamt sænsku forsætisráðherrahjónunum að kaffidrykkju á heimili Davíðs og Ástríðar í Skerjafirðinum í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Davíð Oddsson og Ástríður, eiginkona hans, tóku á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eiginkonu hans, Anitru Steen, síðdegis. Sænsku forsætisráðherrahjónum hafa verið í fríi á Íslandi frá síðustu helgi en héldu heim aftur í dag. Í tengslum við heimsókn þeirra ræddi Davíð við fréttamenn í fyrsta sinn eftir að hafa gengist undir aðgerðir vegna illkynja æxla í nýra og skjaldkirtli, auk þess sem gallblaðra hans var fjarlægð. Davíð sagði það gleðja sig mjög að fá sinn gamla og góða vin, Göran Persson, í heimsókn til að geta kvatt hann eftir vel heppnaða ferð til Íslands. Aðspurður hvernig honum liði sagði Davíð að honum liði vel. Hann væri allur að koma til og væri að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Hann sagði það hjálpa mikið til að hafa hjúkrunarkonu á heimilinu en Ástríður, kona Davíðs, er hjúkrunarfræðingur. Hún segist reyna að passa að Davíð fari ekki of geist, enda ekki vanþörf á að hennar sögn. Davíð kveðst vita að það taki tíma að ná heilsu og hann reyni því að vera þolinmóður. Aðspurður hvort hann hafi ákveðið hvað hann muni gera eftir 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra sagðist Davíð ekki hafa gert það. Hann hafi aðeins ákveðið að taka móti sínum gamla vini Persson og konu hans og hafa það huggulegt. Davíð sagðist ætla að taka sér tíma seinna í að hugsa um framtíðina. Davíð virðist hafa ákveðið framtíð sína á meðan hann drakk molakaffi í eldhúsinu með sænsku forsætisráðherrahjónunum. Fréttamenn ríkismiðlanna, sem mættu seinna, fengu nefnilega viðtal við hann eftir dvölina í eldhúsinu og virtist Davíð þá vera búinn að ákveða að taka við utanríkisráðuneytinu í haust. Aðspurður um hvað sé það helsta sem hann hafi lært af þessari reynslu segir Davíð að það sé hversu allt í heiminum sé hverfult; hversu auðvelt sé að kippa manni úr umferð þar sem hann er „einn daginn kallaður einn af þessum valdamönnum og næst verður þú að gera það sem hjúkrunarfræðingarnir segja þér - og eins gott að hlýða. Reyndar voru hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem sáu um mig yndislegir og því ekki hægt að kvarta þótt maður yrði að hlýða,“ segir forsætisráðherra. Davíð segist eiginlega stoltur af þeirri góðu þjónustu sem Landspítalinn veiti. Hann hafi verið meðhöndlaður af ákveðni, festu og mikilli velvild. Þetta gerðist allt snöggt að sögn Davíðs, hann hafi allt í einu verið kominn inn á spítalann og svo fóru að dynja á honum nýjar og nýjar fréttir. Hann segir starfsfólk Landspítalans hafa leyst allt vel úr hendi, útskýrt fyrir honum hver staðan væri hverju sinni og haft við hann samráð. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann óttast um líf sitt segir Davíð mikið hafa verið í húfi og að hann hafi vissulega litið þetta alvarlegum augum. Fimm læknar komu að skurðaðgerðunum fjórum sem gerðar voru á Davíð. Hann segir að fjögur mein hafi verið í líkama hans sem virtust ekkert eiga sameiginlegt, annað en það að vilja sækja hann heim um tíma. Á myndinni sitja Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, kona hans, ásamt sænsku forsætisráðherrahjónunum að kaffidrykkju á heimili Davíðs og Ástríðar í Skerjafirðinum í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira