Samfélag stjarnanna 13. október 2005 14:32 Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira