Á sínum fyrstu ólympíuleikum 13. október 2005 14:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira