Heitustu haustferðirnar 18. ágúst 2004 00:01 "Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí. Guðbjörg segir Heimsferðir hafa byrjað með Krakárferðirnar í vor og þær hafi slegið í gegn þannig að ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. "Það er beint leiguflug þangað," bendir hún á. "Við verðum með fimm ferðir þangað í október og nóvember, þá fyrstu 21. október. Hægt er að fara helgi, heila viku eða bara þrjá daga. Hitinn þar er svona 15-17 gráður eins og í Búdapest en það fer enginn til þessara borga til að njóta sólar eða sérstaks veðurs því þar er svo mikið að upplifa og skoða. Margar kynnisferðir í boði." Hún er beðin að segja okkur aðeins meira um Jamaíkaferðirnar. "Já, við settum fyrst eina ferð á dagskrá þann 11. nóvember og hún seldist upp, einn, tveir og fjórir. Þá bættum við annarri við 2. nóvember og það eru enn fáein sæti laus í hana. Þannig að væntanlega verða 400 manns sem storma þangað í haust." Hjá Úrvali-Útsýn eru borgaferðirnar og Kanarí vinsælastar. Dublin, Edinborg og Búdapest eru þar efstar á blaði. Svo eru sérferðir til Sikileyjar og Kúbu sem alltaf standa fyrir sínu. Ferðir til Trier í Þýskalandi í lok nóvember hafa verið geysivinsælar síðustu ár. Þangað sækir fólk í jólamarkaðina og í slökun á aðventunni. Ferðalög Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí. Guðbjörg segir Heimsferðir hafa byrjað með Krakárferðirnar í vor og þær hafi slegið í gegn þannig að ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. "Það er beint leiguflug þangað," bendir hún á. "Við verðum með fimm ferðir þangað í október og nóvember, þá fyrstu 21. október. Hægt er að fara helgi, heila viku eða bara þrjá daga. Hitinn þar er svona 15-17 gráður eins og í Búdapest en það fer enginn til þessara borga til að njóta sólar eða sérstaks veðurs því þar er svo mikið að upplifa og skoða. Margar kynnisferðir í boði." Hún er beðin að segja okkur aðeins meira um Jamaíkaferðirnar. "Já, við settum fyrst eina ferð á dagskrá þann 11. nóvember og hún seldist upp, einn, tveir og fjórir. Þá bættum við annarri við 2. nóvember og það eru enn fáein sæti laus í hana. Þannig að væntanlega verða 400 manns sem storma þangað í haust." Hjá Úrvali-Útsýn eru borgaferðirnar og Kanarí vinsælastar. Dublin, Edinborg og Búdapest eru þar efstar á blaði. Svo eru sérferðir til Sikileyjar og Kúbu sem alltaf standa fyrir sínu. Ferðir til Trier í Þýskalandi í lok nóvember hafa verið geysivinsælar síðustu ár. Þangað sækir fólk í jólamarkaðina og í slökun á aðventunni.
Ferðalög Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira