Framsóknarkonur grípa til aðgerða 20. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira