Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar 23. ágúst 2004 00:01 Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira