Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar 26. ágúst 2004 00:01 Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira