Eldflaugum skotið að þinghúsinu 1. september 2004 00:01 Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira