Tek við góðu búi 15. september 2004 00:01 Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni, stór og smá, bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málaflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru alls staðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og mörgu verið áorkað. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitarstjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og ég býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takast á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel." Sigríður Anna Þórðardóttir: * Fædd á Siglufirði 1946. * Stúdent frá MA. BA próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. * Framhaldsnám við Minnesota-háskóla. * Kennari í Grundarfirði og Mosfellsbæ. * Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði. * Alþingismaður frá 1991. * Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks 1998-2003. * Hefur setið í menntamálanefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og tryggingarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd. * Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. * Gift Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni, stór og smá, bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málaflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru alls staðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og mörgu verið áorkað. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitarstjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og ég býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takast á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel." Sigríður Anna Þórðardóttir: * Fædd á Siglufirði 1946. * Stúdent frá MA. BA próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. * Framhaldsnám við Minnesota-háskóla. * Kennari í Grundarfirði og Mosfellsbæ. * Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði. * Alþingismaður frá 1991. * Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks 1998-2003. * Hefur setið í menntamálanefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og tryggingarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd. * Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. * Gift Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira