Fleiri konur í stjórnmál 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira