Halldór fær enga hveitibrauðsdaga 15. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun