Stál í stál 21. september 2004 00:01 Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira