Guðni forsætisráðherra 24. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira