Algjör trúnaðarbrestur 29. september 2004 00:01 Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira