Beitir sér ekki fyrir kennara 30. september 2004 00:01 Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert." Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira