Ráðist gegn uppreisnarmönnum 1. október 2004 00:01 Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira