Fyrsta stefnuræða Halldórs 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar". Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar".
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira