Karpað um skatta, öryrkja og Írak 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira