Hólkarnir hlaðnir 5. október 2004 00:01 Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira