Hvetur fólk til meiri vinnu 5. október 2004 00:01 Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira