Þröngt í búi hjá kennurum 8. október 2004 00:01 Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira