Silfrið - Jón Baldvin næst 17. október 2004 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum.