Nýtt hjartalyf handan við hornið 19. október 2004 00:01 Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira