Með blómabúð í rekstri 19. október 2004 00:01 Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram." Atvinna Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram."
Atvinna Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira