17 prósenta kynbundinn launamunur 20. október 2004 00:01 Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira