Nóbel Halldórs var umdeildur 20. október 2004 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira