Vopnaður friður veldur ófriði 28. október 2004 00:01 Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna heldur því fram að friðargæslan sé orðin vísir að íslenskum her: "Þetta hefur gerst algjörlega án nokkurar umræðu. Á meðan hamast var á Birni Bjarnasyni þegar hann vildi láta æskudraum sinn um íslenskan her rætast, var Halldór Ásgrímsson að stofna hann í kyrrþey." Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra bendir á að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafi þegar árið 1999 kynnt niðurstöðu starfshóps utanríkisráðuneytisins þar sem hvatt var til að Íslendingar taki að sér stærra hlutverk í vörnum landsins. Þar segi: "Sjá verður til þess að mögulegt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins...". Um þetta segir Björn: "Ég sé ekki að hér sé um neina leynd að ræða." Þórunn Sveinbjarnardóttir sem situr í utanríkisrmálanefnd fyrir Samfylkinguna segist andsnúin því að Íslendingar taki að sér þessa tegund friðargæslu: "Stjórnvöld hafa farið í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut að þessi friðargæsla krefst vopnaburðar. Þetta er ákveðin tegund af hermennsku. Stjórnvöld hafa reynt að tala sig frá vopnaburði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta." Hún segist fylgjandi því að verkefnið í Kabúl sé klárað en Íslendingar eigi fremur að taka að sér verkefni í heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu og fleira eins og áður var. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi í vor að allt frá upphafi friðargæslustarfs Íslands á Balkansskaga hafi verið gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar geti borið vopn og borið hernaðarlega titla eins og raunin er í Kabúl. Halldór sagði: "Það má alveg ljóst vera að okkar fólk getur ekki sinnt þessum störfum við þessar aðstæður nema hafa möguleika til sjálfsvarnar í neyðartilvikum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira