Um 500 dæmi um samráð 29. október 2004 00:01 Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira