Óánægja kraumar í kennurum 31. október 2004 00:01 "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira
"Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt.
Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira