Afsögn formanns bæjarráðs 5. nóvember 2004 00:01 Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira