Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara 8. nóvember 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira