Óformlegar viðræður um samstarf 10. nóvember 2004 00:01 Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira