Varð hált á svellinu 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira