Afsagnir í beinni útsendingu 10. nóvember 2004 00:01 Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004 Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira