Lagasetning ekki útilokuð 10. nóvember 2004 00:01 Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira