Samstaða dugði ekki Degi 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira